[ ]

stofnað 1901

stofnað 1901

ísfélag hf.

Ísfélag hf. var stofnað árið 1901 og er elsta starfandi hlutafélag landsins. Félagið gerir út fjögur uppsjávarskip, einn frystitogara, þrjú bolfiskskip og einn krókabát. Félagið er með starfsstöðvar í Vestmannaeyjum, á Siglufirði, í Þorlákshöfn og á Þórshöfn. Félagið rekur frystihús og fiskimjöls­verk­smiðju í Vestmannaeyjum og á Þórshöfn, frystihús í Þorlákshöfn og rækjuverksmiðju á Siglufirði.

„Félagið er hlutafélag og nefnist „Ísfélag Vestmannaeyja“. Heimili þess og varnarþing er í Vestmannaeyjum. Fyrirætlun þess er að safna ís, geyma hann til varðveizlu matvælum og beitu, verzla með hann og það, sem hann varðveitir, og styðja að viðgangi betri veiðiaðferðar við þær fiskitegundir og beitutegundir, sem ábatasamt er að geyma í ís.”
1. grein í lögum Ísfélagsins frá 1901

Lækurinn, athafnasvæði Eyjafólks við höfnina í tíu aldir.
Lending árabátanna um fjöru árið 1903. Danskt verslunarskip liggur á höfninni.
Mynd: Lárus Gunnarsson

Tangagata 1 · 900 Vestmannaeyjar
isfelag [hja] isfelag.is
Skrifstofan er opin kl. 10-12 og 13-15 virka daga

fylgdu okkur

© 2022 ÍSFÉLAG HF.

is_ISIS