Landvinnsla

landvinnsla Rammi hf. rekur í Þorlákshöfn fiskiðjuver þar sem framleiddar eru afurðir fyrir kröfuharða markaði í Evrópu, Asíu og Bandaríkjunum.

Frá aprílbyrjun og fram í lok september er megináherslan lögð á humarvinnslu og er mest af humrinum pakkað heilum og hann frystur.

Yfir vetrartímann byggist vinnslan að mestu leyti á vinnslu á þorski, langlúru, karfa og skrápflúru.

Kolategundir eru bæði flakaðar og heilfrystar fyrir fyrrgreinda markaði en karfinn er flakaður fyrir Evrópumarkað og seldur ferskur eða frystur, lausfrystur eða millilagður og blokkfrystur. Þorskurinn er léttsaltaður fyrir Suður Evrópu.

Á Siglufirði rekum við nýja og fullkomna rækjuvinnslu þar sem pilluð er fersk rækja (einfryst).

Í verksmiðjum okkar er lögð mikil áhersla á vöruvöndun og hreinlæti. Gott skráningarkerfi tryggir rekjanleika vörunnar frá veiðum til viðskiptavinar.